Segir vaxandi andúð í garð Evrópusambandsins innan VG

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Margir innan Vinstri grænna hafa undanfarið harðnað í afstöðu sinni gegn Evrópusambandinu, að sögn Steingrím J. Sigfússonar, formanns VG. Evrópumál verða meðal þess sem rætt verður á aukaflokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina, en flokkurinn hefur verið andsnúinn ESB-aðild. Á fundinum verður farið yfir leiðir til úrbóta vegna efnahagsástandsins, en ekki er að vænta breytingar á stefnu flokksins í Evrópumálum, samkvæmt forystumönnum hans.

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, er í hópi þeirra sem lýst hafa vaxandi efasemdum um ESB-aðild. Steingrímur rekur aukna andúð í garð sambandsins bæði til „kynna sem við höfum haft af þeim klúbbi að undanförnu og þess að margir sjá að leið Íslands út úr kreppunni og vandanum liggur í gegnum okkar atvinnuvegi og sem mesta verðmætasköpun út úr þeim“. Hins vegar sé ljóst að miklar efasemdir séu um framtíð krónunnar.

Á vefsíðu sinni um helgina sagðist Ögmundur Jónasson m.a. telja að rétt væri að kjósa um Evrópusambandsaðild. Steingrímur kveðst ekki telja að nein stefnubreyting hafi falist í orðum Ögmundar og heldur ekki flokksins. Verði ákveðið að ræða aðild við ESB eigi þjóðin að eiga síðasta orðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert