Erlendum gestum fjölgar í Leifsstöð

Leifsstöð.
Leifsstöð.

Alls fóru tæplega 23.700 erlendir gestir frá landinu í nóvember um Leifsstöð, sem er lítilsháttar aukning frá því í nóvember á síðasta ári, þegar 23.100 erlendir gestir fóru frá landinu. Aukningin nemur 2,6% milli ára. Þetta kemur fram í talningum á vegum Ferðamálastofu þar sem sjá má skiptingu eftir þjóðerni.

Ferðum Íslendinga utan fækkar hins vegar umtalsvert. Þannig fóru 16.300 utan í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði á síðasta ári fóru tæp 42 þúsund Íslendinga utan, sem gerir 60% fækkun.

Aukning er meðal gesta frá Mið Evrópu, einkum Þjóðverja, Hollendinga og Frakka. Af Norðurlandaþjóðum er aukning meðal Dana og Norðmanna. Norður-Ameríkubúum, Bretum og Suður-Evrópubúum fækkar hins vegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert