Fundu aura á Skildinganesi

Guðjón S. Kristinsson, torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður, bendir á …
Guðjón S. Kristinsson, torf- og grjóthleðslumeistari og skrúðgarðyrkjumaður, bendir á fundarstaðinn. Með honum á myndinni er bróðir hans, Benjamín Kristinsson, húsasmíðameistari og bátasmiður.

Nú standa yfir endurbætur á gömlum hlöðnum sjóvarnargarði á Skildinganesi og að þeirri vinnu standa nokkrir af færustu steinhleðslumenn landsins. Þegar þeir voru nýlega að færa til grjót sjávarmegin við garðinn kom í ljós haugur af 5 og 10 eyringum. Allir voru aurarnir slegnir árið 1981.

Leifar af merkingum voru á vettvangi, sem bentu til þess að peningarnir hafi verið í upphaflegum umbúðum, þ.e. grænleitum léreftspokum.
Peningapokunum hafði verið komið fyrir undir stórum steini og þeir haldist þar að mestu óhreyfðir þangað til núna.

Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, er myntin ekki lengur í gildi og verðmætið því lítið.  Lögreglan vilji þó gjarnan að þeir sem vita hvernig myntin komst undir stóra steininn við gamla sjóvarnargarðinn hafi samband og upplýsi fróðleiksþyrsta um málið.

„Það eina sem málið hefur skilað hingað til er að peningafundurinn er enn ein  staðfesting á tilvist örnefnisins „Skildinganes," sagði Ómar Smári  Ármannsson. 

Hluti af aurunum sem fundust á Skildinganesi.
Hluti af aurunum sem fundust á Skildinganesi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka