Hverfisráð leggst gegn lokun vinstri beygju

Hverfisráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis krefst þess að fallið verði frá lokun á vinstri beygju af bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Hverfisráðið gagnrýnir það jafnframt ef ráðast á í þessa framkvæmd án nauðsynlegra mótvægisaðgerða til að tryggja öryggi barna og annarra íbúa í hverfinu. Ólafur F. Magnússon, þáverandi borgarstjóri lofaði íbúum hverfisins að vinstri beygjunni yrði ekki lokað. Hann segir ákvörðun um lokun beygjunnar tillitslausa og umferðarhættulega.

Borgarráð samþykkti fyrir skömmu tillögu þess efnis að loka vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal. Lokað verður í ársbyrjun 2009 og varir lokunin í sex mánuði til reynslu.

Fyrirhuguð lokun er þvert á vilja hverfisráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Í bókun ráðsins frá í gær er harmað að ekki eigi að virða þau loforð borgarstjóra frá því í apríl sl. sem íbúum Háaleitishverfis voru gefin.

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri segir borgarráð undir þrýstingi frá íbúum annars hverfis. Hann telur það með ólíkindum að þannig sé staðið að verki, enda tilgangur hverfalýðræðis að íbúar hafi áhrif á nærumhverfi sitt fremur en að sýsla með nærumhverfi íbúa í öðrum hverfum borgarinnar.

mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert