Kviknaði í Players

.
. mbl.i/Þorkell

Eldur kviknaði á skemmtistaðnum Players kl. 5 í morgun. Að sögn slökkviliðsins var um svokallaða sjálfíkveikju að ræða í olíublautum tuskum. Nokkrar mínútur tók að slökkva eldinn en tjón er minna en talið var í fyrstu.

Að sögn slökkviliðsins barst tilkynningin um eldsvoðann kl. 5:10 í gegnum eldvarnarkerfi staðarins. Eldurinn var staðsettur inn við barinn og reyndist vera í olíublautum tuskum sem notaðar höfðu verið til að olíubera parket. Þegar olíublautar tuskur liggja margar saman í hrúgu getur sjálfíkveikja átt sér stað.

Helsta tjónið fólst í skemmdu parketi á 0,5-1 fm fleti en reykskemmdir voru ekki miklar. Um 4-5 mínútur tók að slökkva eldinn og þurfti að reykræsta staðinn í kjölfarið.

Að sögn slökkviliðsins er líklega ekki um mikið tjón að ræða en eigendurnir voru mættir á staðinn skömmu eftir útkallið og munu í samráði við tryggingarfélag ákvarða ástandið og hvenær hægt verði að opna staðinn viðskiptavinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert