Man ekki eftir símtali við Davíð

Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi
Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði, aðspurður um viðtal við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í dönsku blaði nýverið, að hann teldi að stærsta fréttin í því væri ummæli Davíðs um Evrópusambandið en ekki hann sjálfan. Geir var spurður um þau orð Davíðs á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær að stjórn Seðlabankans hefði varað ríkisstjórnina við því í júní að 0% líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af.

„Hann mun vera að vitna í símtal við mig sem ég man nú ekki sjálfur eftir,“ sagði Geir. Það sem skipti máli væri að Seðlabankinn hefði allt þetta ár haft miklar áhyggjur af stöðu viðskiptabankanna, þótt e.t.v. hefði mátt lesa annað út úr stöðugleikaskýrslu bankans frá í maí. „Það sem sagt er í svona símtali er náttúrlega ekki opinber afstaða bankans.“

Um það að Davíð sneri aftur í stjórnmálin sagði Geir að öllum sem vildu væri það frjálst hér á landi. Menn gerðu það ekki sem opinberir embættismenn, en hvað þeir gerðu þegar þeir létu af embætti væri ekki hans mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert