Birta lista yfir lækkanir birgja

Í framhaldi af styrkingu krónunnar síðustu daga eru birgjar og innlendir framleiðendur byrjaðir að lækka verð á vörum sínum. Neytendasamtökin hafa ákveðið að birta upplýsingar á heimasíðu sinni um þessar lækkanir til að upplýsa neytendur og hvetja jafnframt aðra birgja til að lækka verð hjá sér.

Neytendasamtökin hvetja birgja og innlenda framleiðendur til að láta samtökin vita, lækki þeir verðið, á netfang samtakanna, ns@ns.is.

Jafnframt ætlast Neytendasamtökin til þess að þetta skili sér til neytenda þegar þeir versla. Það er von samtakanna að þetta verði hvatning til allra að lækka verð.

Nánari upplýsingar um verðlækkanir birgja

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert