Gögn mega ekki glatast

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, skoraði á forsætisráðherra á þingi í dag að sjá til þess að engin gögn glötuðust sem væri mikilvæg vegna rannsóknar á bankahruninu.

Vísaði Steingrímur til fregna af því að skattrannsóknarstjóri fái ekki gögn frá dótturfélagi Kaupþings í Lúxemborg og að á sama tíma standi til að selja félagið, sem væri vart til þess að auðvelda aðgengi að gögnunum. Ríkisstjórnin ætti að hlutast til um að skattrannsóknarstjóri fengi þessi gögn.

Geir H. Haarde sagði tók undir að mikilvægt væri að gögnum varðandi rannsókn á falli bankanna yrði ekki spillt en sagði það álitamál hvort hagsmunum Íslands væri betur borgið með því að selja dótturfélagið og vinna málið í samstarfi við yfirvöld í Lúxemborg eða ekki.  

Steingrími þóttu þetta máttlítil rök og sagði það ganga gegn öllum skynsamlegum sjónarmiðum að halda því fram að auðveldara væri að sækja gögn til fyrirtækis sem búið væri að selja. Setja ætti söluna á ís þar til búið væri að afla allra gagna og setja ætti fyrirtæki í gjaldþrotaskipti ef með þyrfti, þannig að bankaleyndinni yrði aflétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert