Fréttaskýring: Hamfarir á hrávörumörkuðum

Álframleiðendur víða um heim hafa verið að skera niður kostnað ...
Álframleiðendur víða um heim hafa verið að skera niður kostnað til þess að mæta miklum verðlækkunum á áli. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Í stuttri fréttaskýringu í tölublaði The Economist sem kom út í október undir heitinu Á meðan, í hinu raunverulega hagkerfi (Meanwhile in the real economy) kom fram að vandræði banka um allan heim hefðu mikil skammtímaáhrif til hins verra, en hamfarirnar sem ættu sér stað hrávörumörkuðum ættu eftir að hafa meiri og víðtækari áhrif. Þar ræður mestu að framleiðslugreinar eru hin „eina sanna“ undirstaða hagkerfa, eins og það er orðað.
Verðfall á hrávöru undanfarna fjóra til fimm mánuði hefur verið það langsamlega mesta og hraðasta í sögunni. Fatið af olíu hefur lækkað úr 147 dollurum um miðjan júlí niður í um 40 dollara nú. Það er um nærri 73 prósent. Svipaða sögu má segja um aðra hrávöru, svo sem málma, fisk og hveiti. Allt hefur lækkað um tugi prósent samhliða verðlækkun á olíu.

Fyrirséðar sviptingar?

Fréttskýrendur fagtímarita um viðskipti eru flestir hverjir sammála um að alþjóðlega fjármálakrísan, sem fellt hefur banka um allan heim, sé eitt en verðfallið á hrávörumörkuðum annað. Hvoru tveggja hefur þó áhrif hvort á annað.

Alþjóðlega „bólan“ sem nú er sprungin, sem drifin var áfram af lánsfjármagni, gerði framleiðslufyrirtækjum kleift að ráðast í miklar fjárfestingar. Eftirspurn jókst mikið samhliða því að fólk hafði meira á milli handanna. Þetta leiddi til þess að verð á nánast allri hrávöru hækkaði mikið og hratt á árunum 2003 fram á mitt þetta ár.

Kaupsýslumaðurinn Georges Soros segir í bók sinni The New Paradigm for Finicial Markets að þetta ástand hafi „aldrei verið eðlilegt“ og því hafi fjárfestar vitað, innst inni, að bólur hafi myndast. „Samt tóku menn þátt í þessu, ég þar á meðal,“ segir Soros meðal annars í bókinni.

Bólueinkennin á hrávörumörkuðunum blöstu við, þegar hrikti í stoðum bandaríska húsnæðislánakerfisins um mitt ár í fyrra. Hlutabréf tóku þá að falla í verði. Margir fjárfestar færðu þá fjárfestingar yfir í hrávöru, meðal annars gull og málma, til þess að auka líkur á ávöxtun. Eftir því sem vandamál fjármálastofnanna dýpkuðu því meira hækkaði verð á hrávörumörkuðum, þvert á spár margra. Þetta var þó skammgóður vermir, eins og búast mátti við. Vandamál á fjármálamörkuðum fóru fljótlega að hafa svo víðtæk áhrif að hagkerfi heimsins nötruðu. Ekki sér enn fyrir endann á þeirri þróun.

Á vormánuðum voru strax blikur á lofti á hrávörumörkuðum. Aðgengi að fjármagni var orðið erfitt en framboð af vörum enn umtalsvert. Draga tók verulega úr eftirspurn eftir vörum. Í kjölfarið fóru fyrirtæki, fjárfestar og opinberir aðilar út um allan heim að halda að sér höndum. Þá tók verð á hrávöru að hrapa. Í því ferli eru hrávörumarkaðir nú, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Áhrifin af þessari þróun á einstök svæði í heiminum hafa verið mikil. Lönd í Austur-Evrópu sem byggja mikið á málmframleiðslu eru mörg hver í miklum efnahagsvanda. Úkraína er dæmi um þetta en stálframleiðsla er stærsta útflutningsgrein landsins. Stál hefur fallið um tæplega 80 prósent í verði á innan við fimm mánuðum. Samhliða nánast lokuðum fjármálamörkuðum var neyðarhjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eina leiðin. Svo fór að lokum að sjóðurinn lánaði Úkraínu 16 milljarða dollara gegn fjölþættum skilyrðum um efnahagsúrbætur.

Skýr áhrif á íslenskt efnahagslíf

Þó hrun íslenska bankakerfisins hafi haft gríðarlega mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf, sem kallaði á hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þá gætu verðlækkanir á hrávörumörkuðum haft enn meiri áhrif til lengri tíma. Verð á áli hefur lækkað úr 3.400 dollurum í júlí niður í um 1.400 dollara nú. Sú lækkun hefur bein áhrif á orkusölu opinberra orkufyrirtækja til álvera, þar sem orkuverðið sveiflast með heimsmarkaðsverði á áli.

Til viðmiðunar byggir 11,9 prósent arðsemiskrafa á orkusölu Landsvirkjunar frá Kárahnjúkavirkjun til álvers Alcoa á Reyðarfirði á því að heimsmarkaðsverð á áli sé um 1.550 dollarar. Orkufyrirtækin hafa þó leiðir til þess að minnka áhrif af svo hröðu verðfalli eins og undanfarna mánuði. Með afleiðusamningnum geta þau tryggt sig fyrir sveiflum. Því er líklegra að áhrifin á orkufyrirtækin af verðfallinu á áli komi fram eftir nokkra mánuði með skýrari hætti, haldist verðið áfram lágt.

Verð á fiski hefur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum, eða um 20 til 40 prósent. Verðið er þó misjafnt eftir mörkuðum og einnig eftir því hvort fiskurinn er eldisfiskur eða veiddur í villtum fiskistofnum. Fiskurinn sem seldur er frá Íslandi er nær allur veiddur úr villtum fiskistofnum. Veiking krónunnar undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að sjávarútvegsfyrirtæki hafa fengið gott verð fyrir afurðir sínar í krónum talið. Áhrifin af verðlækkunum hafa því ekki verið eins mikil og ætla mætti. Líklegt má telja að þetta breytist eftir því sem krónan styrkist. Þá mun lágt afurðaverð og minnkandi eftirspurn vera helstu rekstrarvandmál fyrirtækjanna.

Mikil óvissa

Ef það er eitthvað sem hægt er að reiða sig á, miðað við reynslu síðustu ára, er að ómögulegt er að spá fyrir um verðþróun á hrávöru. Miklar sveiflur hafa einkennt hrávörumarkaði undanfarin ár þó aldrei hafi sveiflan verið eins mikil niður á við og nú.

Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur The New York Times, telur að efnahagsniðursveifla í heiminum öllum, það er mikil lækkun á hrávörum samhliða erfiðleikum fjármálastofnanna, geti varað í allt að áratug. Það mat Krugmans, sem er einna þekktastur er fyrir að vera sannspár um erfiðleika á húsnæðismörkuðum, gefur vísbendingu um það sem koma skal og er þegar farið að valda vandræðum.

Verðfall á olíu hefur aldrei verið eins mikið og undanfarna ...
Verðfall á olíu hefur aldrei verið eins mikið og undanfarna fimm mánuði, eða rúmlega 70 prósent. Hér sést Statfjord A borpallurinn í Norðursjó. Øyvind Hagen/StatoilHydro
Yulia Tymoshenko, fosætisráðherra Úkraínu, hefur ekki mikla ástæðu til þess ...
Yulia Tymoshenko, fosætisráðherra Úkraínu, hefur ekki mikla ástæðu til þess að fagna. Verðfall á stáli samhliða erfðileikum banka í landinu hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnhag landsins. Stál er ein helsta útflutingsvara Úkraínu en það hefur lækkað um næstum 80 prósent í verði. GLEB GARANICH
Fiskur hefur lækkað um 20 til 40 prósent í verði ...
Fiskur hefur lækkað um 20 til 40 prósent í verði á alþjóðamörkuðum undanfarna mánuði. Minnkandi eftirspurn ræður þar miklu. Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is

Innlent »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...