Tónlistarhús gæti tafist um ár

Bygging tónlistarhúss gæti tafist um eitt ár en sameiginlegur skilningur er hjá ríki og Reykjavíkurborg að klára húsið. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, á þingi í dag en Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði ráðherra út í stöðu tónlistarhússins nú þegar framkvæmdaraðilar eru gjaldþrota.

Steinunn Valdís og Þorgerður Katrín voru sammála um mikilvægi þess að húsið rísi og lagði Þorgerður áherslu á að brýnt væri að halda mannaflsfrekum framkvæmdum áfram. Þess vegna yrði haldið áfram þó að seinkun yrði á verkefninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert