Útgjöld heimila hækkuðu um 11%

mbl.is/Valdís Thor

Neysluútgjöld á heimili árin 2005–2007  hækkuðu um 7,7% frá tímabilinu 2004–2006 og voru tæpar 396 þúsund krónur á mánuði, eða 165 þúsund krónur á mann. Á sama tíma minnkaði meðalstærð heimilis minnkað úr 2,47 einstaklingum í 2,40 og hækkuðu útgjöld á mann því   um 10,7%.

Þetta kemur fram í rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2005-2007.

Þar kom fram, að ráðstöfunartekjur meðalheimilisins í rannsókninni voru um 420 þúsund krónur á mánuði, tæpar 175 þúsund krónur á mann. Ráðstöfunartekjur flestra hópa voru hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin voru að meðaltali um 94% af ráðstöfunartekjum.

Í úrtaki voru 3522 heimili, 1603 þeirra tóku þátt í rannsókninni og var svörun því rúm 45%.

Rannsókn Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert