ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi

Olli Rehn.
Olli Rehn. Reuters

Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, sagði í dag að framkvæmdastjórn ESB byggi sig undir að Ísland kunni að sækja um aðild að sambandinu á fyrri hluta næsta árs.

Reutersfréttastofan hefur eftir Rehn, að það sé undir Íslendingum komið hvort þeir sækja um aðild að ESB. „En augljóslega er hreyfing á málunum á Íslandi," sagði hann.

Reuters vísar til þess, að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi á laugardag sagt að Ísland kynni að hefja aðildarviðræður ef forsendur væru réttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert