Ummæli ómerkt

Magnús Ragnarsson.
Magnús Ragnarsson. mbl.is/ÞÖK

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að tiltekin ummæli í greinum í í DV og Fréttablaðinu um Magnús Ragnarsson, fyrrum sjónvarpsstjóra Skjás Eins skuli vera dauð og ómerkt. Útgáfufélagið  365 miðlar var dæmt til að greiða Magnúsi 600 þúsund krónur í bætur auk 240 þúsund króna til að kosta birtingu dómsins. Þá var 365 dæmt til að greiða málskostnað.

Hæstiréttur segir, að einkalíf manna, heimili og fjölskylda njóti friðhelgi samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar. Í frásögn af hjúskaparslitum einum og sér felist þó ekki brot á þeirri friðhelgi. Í ummælum, sem birtust í DV, þar sem vísað var til einkalífs Magnúsar, hafi hins vegar falist ærumeiðandi móðganir sem varði við hegningarlög og þegar þau séu lesin í samhengi við meginmál fréttarinnar þyki þau einnig fela í sér ærumeiðandi aðdróttanir.

Í frétt í Fréttablaðinu var m.a. sagt að Magnús væri kallaður „Maggi glæpur“ á markaðsdeild  365. Í héraðsdómi sagði, að þessi ummæli væru móðgandi og meiðandi fyrir Magnús og feli í sér aðdróttun. Engu máli skipti í þessu samhengi hvaða forsendur 365 miðlar hafi talið sig hafa til þess að skeyta viðurnefni þessu við nafn Magnúsar í fréttinni.

Fyrirsögn á annarri grein var „Geðþekkur geðsjúklingur," og fylgdi mynd af Magnúsi með. Í greininni sagði m.a., að dagskrárstefna  Skjás Eins væri í anda geðklofasjúklings, en geðklofasjúklingurinn sé geðþekkur. 

Vara það mat héraðsdóms, að með því að birta stóra ljósmynd af Magnúsi við hlið yfirskriftarinnar ,,geðþekkur geðsjúklingur“ hefði verið vísað til hans á afar móðgandi hátt og dróttað að geðheilsu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert