Bíða eftir svörum bankanna

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Golli

Viðskiptanefnd Alþingis hafa enn ekki borist svör frá viðskiptabönkunum þremur um peningamarkaðssjóðina en hún sendi þeim fjölmargar spurningar 14. nóvember sl. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, formanns viðskiptanefndar, í utandagskrárumræðum um peningamarkaðssjóðina á Alþingi í gær. „Að mínu mati gengur það að sjálfsögðu ekki að þessir aðilar svari ekki þingnefnd með einum eða öðrum hætti,“ sagði Ágúst.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar, var málshefjandi í umræðunum og gagnrýndi harðlega að ríkisbankarnir skyldu allir á sama degi hafa keypt upp verðbréf í sínum eigin peningamarkaðssjóðum. „Með þessu var vissulega takmarkað tjón þeirra sem eiga í peningamarkaðssjóðum sem tengdust viðskiptabönkunum þremur. Þá standa eftir aðrir einstaklingar sem voru svo óheppnir að eiga í peningamarkaðssjóðum sem voru á vegum annarra aðila,“ sagði Birkir Jón og kallaði eftir því að jafnræðis væri gætt.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði hins vegar að bankarnir hefðu greitt fyrir bréfin á viðskiptalegum forsendum. Sparisjóðirnir hefðu gert sína sjóði upp og að aðeins eitt fyrirtæki virtist ekki geta það vegna smæðar sinnar, þ.e. Íslensk verðbréf á Akureyri. Möguleg lausn gæti falist í því að stóru bankarnir tækju þátt í fjármögnun kaupa rekstraraðila annarra sjóða á verðbréfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert