Samstaða um rannsóknarnefnd

Allsherjarnefnd Alþingis hefur afgreitt frumvarp um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar sem á að fjalla um aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Samstaða er í nefndinni um breytingartillögur og er ráðgert að afgreiða frumvarpið sem lög í kvöld.

Nefndin leggur til nokkrar breytingar á frumvarpinu, þar á meðal, að í stað þess að dómarar Hæstaréttar skipi einn úr sínum röðum í nefndina muni forsætisnefnd Alþingis skipi dómara í nefndina.

Þá er tekið á réttarstöðu einstaklinga, sem koma fyrir nefndina til skýrslutöku en á það var bent á fundum allsherjarnefndar, að hugsanlega kæmu fram upplýsingar fyrir rannsóknarnefndinni um atriði sem síðar kynnu að fara til meðferðar hjá ákæruvaldinu.

Nefndin tekur í áliti sínu skýrt fram að fyrir rannsóknarnefndinni fari ekki fram rannsókn samkvæmt lögum um meðferð sakamála heldur skuli nefndin tilkynna ríkissaksóknara um meint refsiverð brot sem og hann tekur ákvörðun um hvort rannsaka beri mál. 

Nefndarálitið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert