Stöðugar viðræður um Tónlistarhúsið

Tónlistar- og ráðstefnuhöllin er að hálfu risin
Tónlistar- og ráðstefnuhöllin er að hálfu risin mbl.is/Ómar Óskarsson

Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um framtíð Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavíkurhöfn, en mikill vilji stendur til að framkvæmdir haldi áfram og funda framkvæmdaraðilar stíft með ríki og borg um hvernig megi koma því við.

„Við höfum verið í stöðugum viðræðum og það er mikil viðleitni til að leysa þetta, en það hefur ekki tekist enn,“ segir Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR.  Bygging hússins er nú u.þ.b. hálfnuð en óljóst er hvernig á að fjármagna þær framkvæmdir sem eftir eru.

Aðspurður hvort hylli undir að samningar náist segir Stefán: „Á hverjum degi höldum við að það sé á morgun,“ en alltaf vanti herslumuninn.

Sagt var frá því í Morgunblaðinu í dag að eitthvað hefur verið um afbókanir á ráðstefnum sem haldi átti stuttu eftir að til stóð að opna húsið árið 2010, enda ljóst að húsið verður ekki tilbúið á tíma að öllu óbreyttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert