Verða Bretar kærðir?

Valgerður Sverrisdóttir vildi skýr svör á Alþingi í dag við …
Valgerður Sverrisdóttir vildi skýr svör á Alþingi í dag við hvort beiting hryðjuverkalaga hefði verið löglegur gerningur eða ekki. Kristinn Ingvarsson

Bretar beittu ofbeldi og ekki á að láta þar við sitja, sagði Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknar, í upphafi þingfundar í morgun og spurði hvort rétt væri sem heyrst hefði að ríkisstjórnin héldi illa á málum varðandi lögsókn Íslands vegna beitingu hryðjuverkalaga og aðgerða gegn Kaupþingi.

Valgerður og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu eftir því að Kaupþing höfðaði mál vegna yfirtöku eigna og Landsbankinn vegna hryðjuverkalaganna. Það snerist ekki eingöngu um peninga heldur mannorð þjóðarinnar, sem hefði beðið hnekki. Frestur til málsóknar er til 7. janúar nk.

Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, Árni Páll Árnason, varaformaður, lögðu hins vegar áherslu á að málið væri í farvegi og stjórnvöld vel meðvituð um tímafrestinn. Réttaróvissa væri um hvort hentugast væri að ríkið höfðaði málið eða bankarnir sjálfir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert