Mikill fjárhagsvandi heilbrigðisstofnana

Landspítali.
Landspítali. mbl.is/ÞÖK

Heilbrigðisstofnanir eiga við mikinn rekstarvanda að etja og glíma nú við 2,2 milljarða króna halla á þessu ári. Að auki stefnir í að halli á rekstri Landspítala verði tæpir 2 milljarðar króna í lok ársins. 

Þetta kemur fram í álitum frá meirihluta og minnihluta heilbrigðisnefndar Alþingis um fjárlagafrumvarpið og er þar vísað í upplýsingar frá forstöðumönnum heilbrigðisstofnana. Þar muni mest um að áætlaður rekstrarhalli öldrunarstofnana verði 1 milljarður króna. Þá stefnir heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu  í 700 milljóna króna halla,  Heilbrigðisstofnun Austurlands í 350 milljóna halla og og Heilbrigðisstofnun  Suðurnesja í 200 milljóna halla.

Þá er vísað í yfirlit heilbrigðisráðuneytis um rekstrarhorfur heilbrigðisstofnana að staða Landspítala í árslok 2007 var neikvæð sem nam 449.975 milljónir króna og áætluð rekstrarafkoma þessa árs stefnir í að vera neikvæð upp á 1.958.300 milljónir.

Í áliti meirihluta nefndarinnar er fagnað sérstaklega því sem fram hafi komið á  fundi með forsvarsmönnum Landspítala að góður árangur hafi náðst í rekstri spítalans það sem af er ári ef frá eru talin áhrif gengislækkunar. 

Gengisbreytingar hafa haft mikil áhrif

Í áliti nefndarmeirihlutans kemur fram, að ljóst megi vera að miklar gengisbreytingar íslensku krónunnar hafi haft mikil áhrif á afkomu margra stofnana á árinu til hins verra. Ekki liggi fyrir hvernig brugðist verði við þeim vanda þar sem frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2008 hefur ekki verið lagt fram. 

Jafnfram er bent á, að ákveðnar líkur séu á aukinni aðsókn í heilbrigðisþjónustuna vegna áhrifa þrenginga í samfélaginu og áfalla, sem tengist núverandi ástandi, á heilsufar. Eigi það ekki síst við í grunnþjónustunni.

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á fjárlagafrumvarpinu, verða útgjöld heilbrigðisráðuneytis lækkuð um 6,9 milljarða króna á næsta ári miðað við upphaflegt fjárlagafrumvarp. Þar munar mest um 1,74 milljarða króna lækkun á fyrirhuguðum fjárframlagi til Landspítala. Þá er fjárheimild til undirbúnings byggingar nýs hátæknisjúkrahúss lækkuð um 400 milljónir króna.

Unnið að endurskipulagningu heilbrigðisstofnana

Í tillögunum kemur fram, að í heilbrigðisráðuneytinu sé unnið að  endurskipulagningu heilbrigðisstofnana. Stefnt er að því að ein heilbrigðisstofnun  verði í hverju heilbrigðisumdæmi á landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir að verkefni flytjist á milli stofnana og umdæma og verði fjárheimildir á liðnum nýttar í þeim tilgangi.

Segir í tillögunum að markmiðið með endurskipulagningunni sé að standa vörð um  grunnþjónustu heilsugæslunnar og bráðaþjónustu sjúkrahúsa í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin gengur nú í gegnum. 

mbl.is

Innlent »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarða aukning í heilbrigðiskerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar mun skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...