Mótmælir og stagar í sokka

Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona  sat með prjónana fyrir framan stjórnarráðið áðan til að minna stjórnvöld á að þjóðin situr ekki aðgerðarlaus og krefst þess að lýðræðið verði virt. Hún sagðist ekki vera að fitja upp á neinu nýju, bara að stoppa í gömul göt eins og hún hefði lært að gera það fyrir löngu.

Vilborg sagðist nógu gömul til að muna kreppuna milli þrjátíu og fjörutíu og sagðist telja að þjóðin þyrfti aftur að fara að bæta sokkana sína. Vilborg sagði kreppuna komna af því að það væri heimskreppa og síðan af því men hefðu hagað sér eins og hálfvitar og þjóðin látið þá komast upp með það.

Sjálf hafi hún aldrei treyst þessum mönnum. Hún súpi auðvitað seyðið af gengishruninu en öðru hafi hún varla tapað á hruninu nema helst  hlutabréfinu sínu í Eimskip sem hún hafi fengið í nafnfesti. Vilborg segir að það komi timar og ráð fyrir íslensku þjóðina en hún þurfi að losa sig við ráðherrana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert