Hvað breytist?

mbl.is/Ómar

Borgað á sjúkrahúsi

Komugjöld verða tekin upp á sjúkrahúsum. Aldraðir, öryrkjar og börn fá afslátt af þeim og ekki verður innheimt komugjald vegna fæðinga. Áætlað er að þetta muni skila 360 milljónum króna til ríkisins.

Meiri skattar

Skattbyrði einstaklings hækkar um 1,25-1,5%. Tekjuskattur hækkar um 1,25% en áður hafði ríkisstjórnin kynnt 1% hækkun. Ríkissjóður fær fyrir vikið 7 milljarða króna í sinn hlut. Sveitarfélögin munu jafnframt geta hækkað útsvar um 0,25% og sú heimild gæti skilað sveitarfélögunum samtals 2 milljörðum.

Enginn lúxus í orlofi

Fólk með yfir 500 þúsund krónur í mánaðartekjur fær lægri greiðslur úr fæðingarorlofssjóði en áður. Hámarkið verður lækkað úr 480 þúsund krónum á mánuði í 400 þúsund.

Einn með dýrin

Aðeins verður einn héraðsdýralæknir í Þingeyjarumdæmi en þeir hafa hingað til verið tveir.

Sama fyrir alla lífeyrisþega

Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega lækkar og verður 100 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem eru yfir sjötugu hafa hingað til haft betri kjör en yngri lífeyrisþegar. Fjármagnstekjur munu koma að fullu til skerðingar á tekjutengdum greiðslum lífeyristrygginga.

Strembnara fyrir bændur

Búvörusamningar við bændur fylgja ekki neysluvísitölu á næsta ári eins og venjan er. Framlög samkvæmt samningnum hækka ekki meira en kveðið er á um í fjárlögum fyrir næsta ár. Í greinargerð með bandormsfrumvarpinu er sérstaklega tekið fram að þetta brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Bændasamtökin vilja meina að þetta þýði rof á samningum og að skerðing fyrir bændur nemi í heildina 7-800 milljónum króna.

Símaféð í önnur verk

Lög um ráðstöfun peninganna sem fengust við einkavæðingu Landssímans verða felld úr gildi en í þeim var ákveðið í hvað féð skyldi nýtt, m.a. til byggingar hátæknisjúkrahúss, vegaframkvæmdir og í að fjölga búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að árlega hefði þurft að ráðstafa fénu öðruvísi og að frumvarpið á sínum tíma hefði kannski verið umdeilanlegt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert