Sól í Straumi íhugar framboð

mbl.is/Ómar

Umræða hefur verið meðal forystufólks Sólar í Straumi að bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum verði kosið að nýju um stækkun álvers  Alcan RioTinto á þessu kjörtímabili, eftir því sem segir á vefritinu smugan.is.

Þar segir ennfremur að nægum fjölda undirskrifta hafi nú verið safnað til að kjósa aftur um stækkun álvers í Straumsvík samkvæmt samþykktum bæjarins. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri gefi ekki upp afstöðu sína til kröfu um nýjar kosningar og hann vilji ekki nú fremur en áður svara hver hans eigin afstaða sé til stækkunarinnar.

Ef farið verður út í nýjar íbúakosningu um stækkun álversins á þessu kjörtímabili,  íhuga forystumenn Sólar í Straumi að bjóða samtökin fram í næstu bæjarstjórnarkosningum en formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. „Við ákváðum að treysta því að bæjarstjórn virði niðurstöður kosninganna frá 31. mars 2007 þar til annað kemur í ljós” segir Valgerður Halldórsdóttir, formaður Sólar í Straumi í samtali við Smuguna.

Hún segir undirskriftasöfnun um nýjar álverskosningar á þessu kjörtímabili  í Hafnarfirði vera lélegt grín. Þá séu viðbrögð bæjarstjóra og bæjarstjórnar við kröfunni um nýjar kosningar enn eitt dæmið um afstöðuleysi og að kjörnir fulltrúar skorist undan pólitískri ábyrgð.

Umfjöllun á smugan.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert