Misstu sjónar á hlutverki sínu

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Það einkavæðingarferli sem fór í gang í sparisjóðum landsins fyrir nokkrum árum var afar óheppilegt og varð til þess að þeir misstu sérstöðu sína og jafnvel sjónar á hlutverki sínu.

Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag en Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, vildi skýr svör um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum smærri fjármálafyrirtækja. Þótti honum þau ekki hafa setið við sama borð og stærri fyrirtæki, þrátt fyrir að hafa verið sá angi af fjármálakerfinu sem hagaði málum sínum af ráðdeild og skynsemi. 

Björgvin boðaði að verklagsreglur um framlag til sparisjóðanna og að til stæði að birta þær opinberlega í dag. Unnið væri að lausn vanda smærri fjármálafyrirtækja og mikilvægt væri að ná þar farsælum endi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert