Hlutabréf seld á geðþóttaverði?

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Mál Vilhjálms Bjarnasonar og dætra hans gegn stjórn Straums-Burðaráss var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en feðginin eru hluthafar í Straumi.

Vilhjálmur sagði í samtali við mbl.is í morgun að málið sé  höfðað vegna sölu stjórnarinnar á 550 milljónum hluta í Straumi á gengi sem var undir markaðsgengi. Það snúist því í raun um jafnræðisregluna, það að jafnræðis sé gætt á milli hluthafa og þá spurningu hvort stjórnum fyrirtækja sé heimilt að selja hlutabréf í þeim á geðþóttaverði.

Stjórnin hefur ekki viljað gefa upp hver kaupandinn var en Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað málið í rúmt ár án niðurstöðu.

Vilhjálmur hefur einnig höfðað mál á sömu forsendum vegna kaupa stjórnar Glitnis á hlutabréfum Bjarna Ármansssonar á yfirverði. Segir hann þar vera um sams konar mál að ræða nema með öfugum formerkjum. Það mál verður tekið fyrir í janúar.

Viðskiptin með bréf Straums-Burðaráss sem um ræðir áttu sér stað  17. ágúst árið 2007 en viðskiptin með bréf Glitnis 2. maí árið 2007. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert