Ráðherrar fengu kartöflur

Skyrgámur varð allur mýkri þegar samgönguráðherra gaf honum epli og …
Skyrgámur varð allur mýkri þegar samgönguráðherra gaf honum epli og smákökur.

Hurðaskellir og Skyrgámur afhentu Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Kristjáni L. Möller samgönguráðherra kartöflu í dag.

Hurðaskellir ákvað að heimsækja dómsmálaráðuneytið til að afhenda Birni kartöfluna. Björn tók hins vegar ekki sjálfur á móti sveinka heldur aðstoðarmaður hans sem lofaði að skila kartöflunni til Björns ásamt skömmum.

Skyrgámur er ekki hrifinn af því að samgönguráðherra vilji bora göt í fjöllin fyrir norðan og er eindregið á móti Vaðlaheiðargöngum. Þá hefur Kristján L. Möller ekki stutt nægilega við strætó og hjólreiðar og þá hefur hann gleymt loftslagsbreytingum og menguninni frá bílaumferð, að því er Skyrgámur segir.

Fyrir þessar sakir fékk Kristján kartöflu í skóinn, en að þessu sinni var kartaflan aðeins hálf, þar sem Skyrgámur á í miklum fjárhagserfiðleikum þessa dagana líkt og svo margir Íslendingar.

Kristján hafði það þó í sér að afhenda sveinka Kjörís-nestisboxið sitt á móti, sem innihélt siglfirskar smákökur og tvö epli. Þeir skildu því sem mestu mátar.

Aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra lofaði að koma kartöflunni frá hurðaskelli …
Aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra lofaði að koma kartöflunni frá hurðaskelli til skila.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert