Stjórnarandstöðuþingmenn deila

mbl.is

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra, sakaði Ögmund Jónasson, þingmann VG, á Alþingi í morgun um að hafa uppi ósannindi um eftirlaunafrumvarpið. Sagði Kristinn réttindaávinnslu þingmanna vera þá sömu og annarra opinberra starfsmanna en að munurinn væri að þingmenn borguðu 5% iðgjald meðan aðrir greiddu 4%. Ögmundur væri að skrökva með því að segja þingmenn njóta sérréttinda, sínum eigin flokki til framdráttar. 

Ögmundi þótti sæta furðu að Kristinn tæki að sér að réttlæta málflutning ríkisstjórnarflokkanna. Ef að Kristni þættu réttindi hans svo mikið skert mætti spyrja af hverju væri ekki hægt að fara þá leið sem VG hafa boðað; að þingmenn og ráðherrar njóti algerlega sömu réttinda og aðrir opinberir starfsmenn. 

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, lagði einnig áherslu á að fara þá leið. Það væri gagnsætt og einfalt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert