Auglýsendum DV hótað með válista?

Sverrir Vilhelmsson

Einhverjum af þeim fyrirtækjum sem auglýst hafa í DV hefur borist tilkynning um að þau lendi á válista, sendi þau ekki frá sér yfirlýsingu um að þau séu hætt að auglýsa í blaðinu. Tilkynningin er frá aðilum eða samtökum sem ekki láta nafns síns getið.

„Þetta var á faxinu þegar ég mætti í morgun og ég get ekki túlkað þetta öðruvísi en sem hótun um að ég eigi að skrá mig á þessa síðu,“ segir Ólafur Adolfsson, eigandi Apóteks Vesturlands. Hann hafi farið inn á vefsíðuna sem vísað sé á, en hvergi komi fram hverjir standi að uppátækinu.

Í faxinu sem Ólafi barst segir: „Ágæti DV-auglýsandi, þú þarft að bregðast skjótt við! Fyrirtæki þitt hefur birst í DV-auglýsingu nýlega. Þess vegna er nú verið að skrá þig á DV-válista yfir fyrirtæki sem neytendur eru hvattir til að sniðganga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert