Fé til málshöfðunar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Alþingi samþykkti samhljóða lög um heimild til fjárhagslegrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði í tengslum við málshöfðun fyrir erlendum dómstólum vegna íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana erlendra stjórnvalda á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008.

Samkvæmt lögunum verður íslenskum félögum, einkum íslensku bönkunum, gert mögulegt að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir að frysta eignir Landsbanka Íslands á grundvelli ákvæða í hryðjuverkalögum og knýja Kaupþing Singer & Friedlander í greiðslustöðvun.

Lagafrumvarpið var flutt af þingmönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi, en samið af Sigurði Kára Kristjánssyni, fyrsta flutningsmanni þess,  og Helga Áss Grétarssyni, lögfræðingi og sérfræðingi við Lagastofnun Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert