Reyndu að loka Fjármálaeftirlitinu

Hópur fólks reyndi í dag að loka húsakynnum Fjármálaeftirlitsins við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Fólkið límdi miða á dyr FME en á honum stóð, „Pólitísk aðgerð almennra borgara - Stofnunin lokuð vegna vanhæfis og getuleysis forstjóra.“

Nokkrir tugir manna söfnuðust í síðustu viku saman utan við Fjármálaeftirlitið og köstuðu eggjum í bygginguna. Þá var rúða brotin í útihurð. Með þessu vildi fólkið lýsa andúð sinni á Fjármálaeftirlitinu og kerfinu í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert