Umsóknarfrestur að renna út

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Umsóknarfrestur um embætti sérstaks saksóknara sem rannsaka á aðdraganda bankahrunsins, rennur út á morgun, mánudag. Lagafrumvarp dómsmálaráðherra um embættið varð að lögum á alþingi nýverið og eru 50 milljónir króna ætlaðar til embættisins á árinu 2009. Þá hefur alþingi samþykkt að skipuð skuli sérstök rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins og er Páll Hreinsson, hæstaréttardómari, formaður hennar, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður alþingis, situr einnig í nefndinni en skipan þriðja nefndarmanns var ekki lokið fyrir jól. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vekur athygli á þessu í pistli á heimasíðu sinni, www.bjorn.is, undir yfirskriftinni Efnahagsbrot. Skrifar Björn að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu og saksóknari efnahagsbrota hafi ekki farið varhluta af því undanfarin ár að þeir, sem sæti ákærum í efnahagsbrotum, reki mál sitt ekki aðeins innan veggja dómssalanna heldur einnig á opinberum vettvangi. Umræður um efnahagsbrot eigi eftir að verða enn meiri á næstu misserum og því var mikilvægt að ríkislögreglustjóri gaf út greinargerð á Þorláksmessu í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu um niðurskurð hjá embættinu, þar sem staða embættisins var rakin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert