Breytingar á grenndargámum

Grenndargámar
Grenndargámar

Um áramótin verða gerðar breytingar á grenndargámakerfi Sorpu. Aukin tæki í flokkunarmálum gerir okkur nú kleift að endurvinna pappír og pappírsumbúðir á sama hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Móttökuaðili Sorpu fyrir endurvinnanlegan pappír í Svíþjóð getur unnið pappírsefnið enn betur en áður hefur þekkst, flokkað það frekar og endurunnið í nýjar vörur. 

Í ljósi þess hefur Sorpa ákveðið að auka þjónustu sína enn frekar og auðvelda fólki flokkun með því að í samnýta bláa grenndargáminn undir bæði pappír og pappírsumbúðir og taka á móti plastumbúðum í grænan grenndargám. 

Plastumbúðirnar verða ýmist nýttar til orkuvinnslu eða til endurnýtingar bæði hérlendis og erlendis."

Grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru um 80 talsins og á hverri stöð eru tveir gámar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert