Mótmæla við bandaríska sendiráðið

Blóðsúthellingum á Gasa var mótmælt á Lækjartorgi í dag.
Blóðsúthellingum á Gasa var mótmælt á Lækjartorgi í dag. Rax

Lítill hópur fólks, sem mótmælti blóðsúthellingum á Gasasvæðinu, fór þaðan að Bandaríska sendiráðinu og heldur nú áfram mótmælum þar.

Lögregla telur að um 200 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á Lækjartorgi kl. 16 í dag, sem fóru friðsamlega fram að hennar sögn.  

Þar var þess krafist að „fjöldamorð Ísraelshers á Gasa“ yrðu stöðvuð og að stjórnmálasambandi við Ísrael yrði slitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert