Rúður brotnar víða í nótt

Valgeir Hjartarson (t.v.) og Grétar Eiríksson (t.h.) voru að mæla …
Valgeir Hjartarson (t.v.) og Grétar Eiríksson (t.h.) voru að mæla fyrir nýjum rúðum. Árni Sæberg

Rúður voru brotnar víða á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt. Mestar skemmdir voru unnar í Réttarholtsskóla þar sem a.m.k. 96 rúður voru brotnar. Grétar Eiríksson og Valgeir Hjartarson frá Gleri og lásum voru þar að mæla fyrir nýjum rúðum í morgun.

„Þetta er reglulega stórt,“ sagði Grétar um skemmdarverkin. Hann sagði að þrír menn frá Gleri og lásum væru nú að störfum við að lagfæra skemmdirnar. Þeir komu til starfa um klukkan fimm í morgun. Svo virðist sem rúðurnar hafi aðallega verið brotnar þegar tók að líða á nóttina.  Grétar sagði að það sé sjaldgæft að svo margar rúður séu brotnar í einu og voru brotnar í Réttarholtsskóla. Yfirleitt séu ekki brotnar nema 2-3 rúður á sama stað.

Lögreglan handtók í morgun mann í annarlegu ástandi við Réttarholtsskóla. Hann var grunaður um að hafa brotið rúður í skólanum og var blóðugur á höndum og með hamar í hönd.

Gleri og lásum höfðu borist tilkynningar um rúðubrot víða að af höfuðborgarsvæðinu í morgun, m.a. af Álftanesi og úr Grafarvogi. Þar voru t.d. unnar skemmdir hjá verslun 10-11 við Langarima. 

Í Réttarholtsskóla voru brotnar 96 rúður.
Í Réttarholtsskóla voru brotnar 96 rúður. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert