Þjóðarátak nýrrar sóknar

„Lýðræðisaldan sem risið hefur meðal þjóðarinnar er brýn vakning, vísar veginn til hins nýja Íslands sem krafist er á útifundum, og í samræðum og hjörtum fólksins. Hún er nauðsynlegur undanfari endurreisnar,“ sagði forseti Íslands í nýársávarpi sínu. Forsetinn sagði að Þjóðarátak til nýrrar sóknar, til dæmis bundið við næstu tvö ár, gæti ásamt sáttmála um réttlátara samfélag, orðið sú viðspyrna sem dygði. Forsetinn sagðist á næstu mánuðum og misserum ætla að heimsækja alla landshluta og sem flest byggðarlög til að efla samstöðu um slíkt þjóðarátak.

Alþjóðlega fjármálakreppan og áhrif hennar á Ísland var meginstefið í nýársávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert