Skuldastaðan mun batna

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um skuldastöðu sjávarútvegsins. Ljóst sé þó að hún sé slæm í ljósi veiks gengis krónunnar. Einar telur að krónan muni styrkjast hratt á næstunni og skuldastaðan þar með lagast.

„Ég tel ekki þjóna miklum tilgangi að vera að álykta mikið um skuldir sjávarútvegsins, eða annarra fyrirtækja, út frá því gengi sem nú er. Skuldastaðan er þó alvarleg, ég geri ekki lítið úr því. Það bendir allt til þess að krónan muni styrkjast mikið á næstu mánuðum. Fyrir því eru augljósar ástæður. Það hefur verið jákvæður vöruskiptajöfnuður síðustu mánuði. Það hefur verið mikið innstreymi af útflutningstekjum og það hefur gert meira en að vega upp kostnað af innflutningi. Þess vegna tel ég að krónan muni styrkjast, og þar með skuldastaðan batna,“ segir Einar.

Miklar skuldir vegna framvirkra samninga 

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu skulda sjávarútvegsfyrirtæki í landinu 25 - 30 milljarða króna miðað við núverandi gengi, vegna afleiðu- og gjaldmiðlaskiptasamninga sem fyrirtækin gerðu við gömlu bankanna. Stærstur hluti þessara samninga var við gamla Landsbankann en virði samninga sem tilheyra honum er um 18 milljarðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa átt í viðræðum við Landsbankann um hvernig sé mögulegt gera upp samninganna. Þau vilja að samningarnir séu gerðir upp á gengi sem er lægra en sem nú er. Gengisvísitalan er nú um 215.

Samningar gerðir upp miðað við lægri gengisvísitölu

Einari finnst koma til álita að gera samninganna miðað við lægri gengisvísitölu en nú er. „Varðandi framvirku samninganna, sem fyrirtæki og lífeyrissjóðirnir gerðu til þess að verjast gengissveiflum, þá liggur fyrir að þessi samningar komust í uppnám við fall bankanna. Vilji sjávarútvegsins hefur verið sá, að gera samninganna upp með einhverjum hætti. Þessi samningar eru í höndum gömlu bankanna.og það hafa staðið yfir viðræður um að nýju bankarnir taki yfir þessa samninga, á verðgildi sem um semst á milli þessara tveggja aðila, sem eru nýju og gömlu bankarnir. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi þá er gengið mjög afbrigðilegt og í raun ekki til neitt raunverulegt markaðsverð á krónunni sem hægt er að styðjast við til uppgjörs við þessar aðstæður.“

Aðspurður hvort það sama megi ekki segja um öll lán í erlendri mynt, sem fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið, segir Einar stöðuna ekki sambærilega. „Varðandi framvirku samninganna þá er verið að tala um að gera þá upp að fullu. Varðandi húsnæðislán, eða önnur lán í erlendri mynt, þá hafa ekki verið uppi kröfur um að þau séu greidd upp að fullu. Bankarnir hafa einmitt boðið upp á frystingu til þess að fólk þurfi ekki að greiða af lánum sínum við þessar afbrigðilegu aðstæður á gjaldeyrismarkaði sem nú eru uppi.“

mbl.is

Innlent »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...