Skuldastaðan mun batna

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um skuldastöðu sjávarútvegsins. Ljóst sé þó að hún sé slæm í ljósi veiks gengis krónunnar. Einar telur að krónan muni styrkjast hratt á næstunni og skuldastaðan þar með lagast.

„Ég tel ekki þjóna miklum tilgangi að vera að álykta mikið um skuldir sjávarútvegsins, eða annarra fyrirtækja, út frá því gengi sem nú er. Skuldastaðan er þó alvarleg, ég geri ekki lítið úr því. Það bendir allt til þess að krónan muni styrkjast mikið á næstu mánuðum. Fyrir því eru augljósar ástæður. Það hefur verið jákvæður vöruskiptajöfnuður síðustu mánuði. Það hefur verið mikið innstreymi af útflutningstekjum og það hefur gert meira en að vega upp kostnað af innflutningi. Þess vegna tel ég að krónan muni styrkjast, og þar með skuldastaðan batna,“ segir Einar.

Miklar skuldir vegna framvirkra samninga 

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu skulda sjávarútvegsfyrirtæki í landinu 25 - 30 milljarða króna miðað við núverandi gengi, vegna afleiðu- og gjaldmiðlaskiptasamninga sem fyrirtækin gerðu við gömlu bankanna. Stærstur hluti þessara samninga var við gamla Landsbankann en virði samninga sem tilheyra honum er um 18 milljarðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa átt í viðræðum við Landsbankann um hvernig sé mögulegt gera upp samninganna. Þau vilja að samningarnir séu gerðir upp á gengi sem er lægra en sem nú er. Gengisvísitalan er nú um 215.

Samningar gerðir upp miðað við lægri gengisvísitölu

Einari finnst koma til álita að gera samninganna miðað við lægri gengisvísitölu en nú er. „Varðandi framvirku samninganna, sem fyrirtæki og lífeyrissjóðirnir gerðu til þess að verjast gengissveiflum, þá liggur fyrir að þessi samningar komust í uppnám við fall bankanna. Vilji sjávarútvegsins hefur verið sá, að gera samninganna upp með einhverjum hætti. Þessi samningar eru í höndum gömlu bankanna.og það hafa staðið yfir viðræður um að nýju bankarnir taki yfir þessa samninga, á verðgildi sem um semst á milli þessara tveggja aðila, sem eru nýju og gömlu bankarnir. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi þá er gengið mjög afbrigðilegt og í raun ekki til neitt raunverulegt markaðsverð á krónunni sem hægt er að styðjast við til uppgjörs við þessar aðstæður.“

Aðspurður hvort það sama megi ekki segja um öll lán í erlendri mynt, sem fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið, segir Einar stöðuna ekki sambærilega. „Varðandi framvirku samninganna þá er verið að tala um að gera þá upp að fullu. Varðandi húsnæðislán, eða önnur lán í erlendri mynt, þá hafa ekki verið uppi kröfur um að þau séu greidd upp að fullu. Bankarnir hafa einmitt boðið upp á frystingu til þess að fólk þurfi ekki að greiða af lánum sínum við þessar afbrigðilegu aðstæður á gjaldeyrismarkaði sem nú eru uppi.“

mbl.is

Innlent »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Andlát: Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Dekk til sölu
2. stk Heilsársdekk 195-65-15 2.stk Nagladekk 175-65-14 Upplýsingar í síma:...
Hillusamstæða
Hillusamstæða 28 ára gömul hillusamstæða til sölu, var keypti í Heimilisprýði á...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...