Átti ekki við fæðingar á Króknum

Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri verður breytt í Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri verður breytt í Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Skapti Hallgrímsson

Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, FSA, segir að misskilnings hafi gætt í frétt sem höfð var eftir honum á mbl.is í gærkvöldi um að fleiri aðgerðir yrðu með breytingum á heilbrigðisstofnunum fluttar til Akureyrar, m.a. fæðingar frá Sauðárkróki. Það hafi hann aldrei sagt.

„FSA hefur aldrei rekið þá stefnu að sölsa undir sig aðrar stofnanir í kringum okkur eða taka til okkar verkefni frá minni stofnunum. Við höfum átt mjög gott samstarf við heilbrigðisstofnanir í kringum okkur og staðið fyrir aukinni sérfræðiþjónustu, m.a. á Sauðárkróki og Húsavík. Það verður nýrrar stofnunar að taka ákvörðum um hvaða þjónusta verður veitt, hvar og af hvaða fagfólki. Það gildir jafnt um FSA sem aðrar stofnanir á svæðinu sem mynda munu Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Við ætlum okkur að byggja upp heildstæða og góða þjónustu á svæðinu og væntum þess að breytingar virki í allar áttir," segir Halldór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert