Ríkið tapar milljörðum á veðlánum Seðlabankans

Ljóst er að ríkissjóður mun tapa tugum milljarða króna, jafnvel yfir hundrað milljörðum, vegna veðlána Seðlabanka Íslands til fjármálafyrirtækja á síðasta ári.

Um áramótin tók ríkissjóður yfir kröfur á smærri fjármálafyrirtæki og gömlu viðskiptabankana vegna þessara skulda þeirra við Seðlabankann. Nemur upphæðin um 285 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Ef þetta hefði ekki verið gert væri fjárhagsleg staða Seðlabankans óviðunandi í ljósi fyrirsjáanlegs taps á þessum lánaviðskiptum.

Vegna rúmra reglna um veðlánaviðskipti gátu stóru viðskiptabankarnir nánast sótt ótakmarkað fé í Seðlabankann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert