Áhyggjur af skertri fæðingarþjónstu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), segir starfsfólk hafa lýst miklum áhyggjum af áhrifum breytinganna á skurðlæknis- og fæðingarþjónustu. „Það er þungt hljóð í fólki út af þessu,“ segir hann en með því að leggja af kvöld- og helgarvaktir á skurðstofunni á Selfossi gæti enginn fæðingarlæknir verið á vakt á þessum tíma. „Annars á eftir að útfæra þetta nánar og vinnuhópar eru núna að störfum. Öll vaktavinna á sjúkrahúsinu og í heilsugæslunni er til endurskoðunar,“ segir Magnús.

Á síðasta ári fóru 184 fæðingar fram á Selfossi, voru 177 árið 2007. Alls voru framkvæmdar um 1.200 skurðaðgerðir. Magnús vonast til þess að með breytingunum verði um leið veitt meiri sérfræðiþjónusta á svæðinu sem og bráða- og slysaþjónusta. Önnur verkefni geti því komið í staðinn en stofnunin hafi leitað eftir því á síðustu árum að geta styrkt þjónustuna, þótt aldrei hafi verið búist við því að þurfa að leggja af fæðingar á Selfossi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert