Veður fer versnandi á Norðurlandi frá Skagafirði austur að Melrakkasléttu

Veður fer enn versnandi á Norðurlandi frá Skagafirði austur að Melrakkasléttu. Spáð er vaxandi ofanhríð og skafrenningi og afar takmörkuðu skyggni og varar Vegagerðin við erfiðum akstursskilyrðum. Undir kvöld ætti að draga úr ofanhríð og vindi.

Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir. Hálka er á Reykjanesbraut. Snjóþekja er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, skafrenningur og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Kleifaheiði og þungfært og stórhríð er á Klettsháls. Ófært er um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði og stórhríð og beðið er með mokstur vegna veðurs.

Á Norðurlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir, skafrenningur og éljagangur.

Á Austurlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Þungfært er um Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur sumstaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert