Hörður: Mótmælin rétt að byrja

Hörður Torfason stýrir hér mótmælasamkomu á Austurvelli.
Hörður Torfason stýrir hér mótmælasamkomu á Austurvelli. mbl.is

Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, sagði í þættinum Silfur Egils í dag að hann telji laugardagsmótmælin vera að virka. Þá sagði hann mótmælin rétt vera að byrja. Það sem gert hafi verið hingað til hafi einungis verið æfingar. 

Hörður sagði sagði að fyrst hafi fólk verið að átta sig á því hvað um væri að vera og um hvað mótmælin snérust, síðan hafi það verið upptekið af jólunum en að nú geti það farið að mótmæla fyrir alvöru. 

Hörður sagðist ekki telja ofbeldi hafa átt sér stað í tengslum við mótmælin. „Stundum kemur fólk saman og þá fer eitthvað úr böndunum. Auðvitað gerist það," sagði hann. „Við erum fjölbreyttur hópur alveg eins og við erum fjölbreytt þjóð".

Hann varaði einnig við því að verði farið að setja boð og bönn á mótmælendur geti það auðveldlega farið úr böndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert