Áfallalaus fyrsti dagur

Framvegis þurfa farþegar til Bandaríkjanna að sækja um rafræna ESTA-ferðaheimild.
Framvegis þurfa farþegar til Bandaríkjanna að sækja um rafræna ESTA-ferðaheimild. mbl.is

Allir farþegar Icelandair til Bandaríkjanna í dag eru lagðir af stað frá landinu. Engin vandræði komu upp við innritun farþega en í dag er fyrsti dagurinn sem ferðamönnum frá löndum undanþegnum vegabréfsáritun til Bandaríkjanna er skylt að hafa sótt um rafræna ferðaheimild (ESTA).

Allir farþegar þurfa á næstu mánuðum bæði að hafa bæði gengið frá ESTA-heimildinni auk þess að fylla út hið græna I94W-eyðublað í flugvélinni á leið til Bandaríkjanna. Með tíð og tíma mun ESTA leysa græna blaðið af hólmi.

Ef ferðalangur gleymir að sækja um ESTA-heimild verður honum ekki hleypt um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Þetta á þó ekki við um fyrstu daga eða vikur hins nýja kerfis. Engu að síður er ferðamönnum ráðlagt að sækja um ESTA-heimildina sem fyrst. Í flestum tilvikum berst svar við umsókninni innan tveggja mínútna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert