Framsókn vill sækja um ESB-aðild með skilyrðum

Fjölmenni er á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem fer fram í Vodafonehöllinni í Reykjavík. stækka

Fjölmenni er á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem fer fram í Vodafonehöllinni í Reykjavík. mbl.is/Golli

Ályktun um að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Áður hafði verið hafnað tillögu um að flokksþingið leggist eindregið gegn öllum hugmyndum um að Ísland gangi í Evrópusambandið. 

„Við höfum stigið stórt skref, framsóknarmenn, með samþykkt þessarar tillögu," sagði Sigfús Karlsson, fundarstjóri þegar búið var að afgreiða ályktunina. Umræður um Evrópumálin stóðu í fjórar klukkustundir á flokksþinginu og yfir 40 manns tóku til máls.

Í ályktuninni segir að hefja eigi aðildarviðræður á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá sé fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

Tekið er fram, að viðræðuferlið eigi að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skuli íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Í upphaflegri tillögu voru skilgreindar þær leiðir, sem flokkurinn vill fara í aðildarviðræðum en á flokksþinginu var samþykkt að breyta orðinu leiðir í skilyrði. Samkvæmt því setur Framsóknararflokkurinn það skilyrði, að staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Þá veðri Ísland sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

Einnig verði fæðuöryggi þjóðarinnar tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar. Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður. Þá verði framleiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.

Þá setur flokkurinn það skilyrði, að í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru. Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

Loks er sett það skilyrði að ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB. 

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka

Innlent »

Mannsins á myndinni leitað

10:33 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Meira »

„Finnst við vera milljónamæringar“ myndskeið

10:30 Af hverju er dýrt að fara út að borða en hægt að skoða fossana án þess að borga í stæðin? Þessu eru breskir ferðamenn, sem mbl.is ræddi við, að velta fyrir sér. Mikið hefur verið rætt um verðlag og upplifun ferðamanna af komu sinni til landsins að undanförnu, mbl.is greip nokkra slíka í spjall. Meira »

Dregur úr frjósemi Íslendinga

09:01 Alls fæddust 4.326 börn á Íslandi í fyrra, sem er nokkur fækkun frá árinu 2012 þegar hér fæddust 4.533 börn. Það komu 2.129 drengir í heiminn og 2.197 stúlkur árið 2013, sem jafngildir 969 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum. Meira »

Vínmál hvergi í lagi

08:24 Könnun Neytendastofu á vínmálum, sem eiga að vera löggild eins og sjússamælar og vínskammtarar eða sérmerkt glös, á 91 veitingahúsi á landinu nýverið. Af þeim veitingastöðum sem kannaðir voru reyndist enginn í lagi. Meira »

Mál gegn tveimur felld niður

07:55 Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá máli gegn fyrrverandi starfsmanni símafyrirtækisins Nova. Í upphafi voru þrír til rannsóknar en nú er einungis einn með réttarstöðu sakbornings, lögreglumaður sem sakaður er um óeðlilegar flettingar í málakerfi ríkislögreglustjóra. Meira »

Allt með kyrrum kjörum við Mýrdalsjökul

07:26 Litlar sem engar breytingar hafa orðið á vatnsmagni í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi í nótt en minniháttar jökulhlaup er í ánum vegna jarðhitavirkni í Mýrdalsjökli. Meira »

Flutningaskipið enn kyrrsett

08:18 Erlenda flutningaskipið UTA hefur nú verið kyrrsett í 23 daga í Reyðarfjarðarhöfn, en sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti skipið vegna óuppgerðra skulda þýsks eiganda þess. Meira »

Makríllinn gefur sig vel á miðunum

07:34 Makrílvertíðin hófst um miðjan júní síðastliðinn og virðist hún fara heldur rólega af stað, en samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er nú búið að landa alls 12.196 tonnum. Heildarafli makríls fyrir árið 2014 nemur hins vegar 147.721 tonni. Meira »

Rok og rigning í kvöld

07:23 Búist er við hvössum vindhviðum við fjöll á Suður- og Suðvesturlandi í kvöld og geta hviðurnar farið yfir 30 metra á sekúndu undir Eyjafjöllunum seint í kvöld, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Rokinu fylgir úrkoma og má búast við rigningu víða á landinu. Meira »

Sótti sjúkling

06:13 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veika konu um borð í skemmtiferðaskip sem var statt suður af Reykjanesi í gærkvöldi.  Meira »

Eldsvoðinn reyndist minniháttar

06:11 Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á þriðja tímanum í nótt vegna eldsvoða í íbúð á Njálsgötu.  Meira »

Réðst á lögregluna

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann um tíuleytið í gærkvöldi eftir að hann réðst á lögreglumenn sem ætluðu að vísa honum út úr strætó sökum ástands hans. Meira »

Hundruð óska aðstoðar

05:30 Fjöldi einstaklinga hefur leitað til Umboðsmanns skuldara í ár og óskað fjárhagsaðstoðar vegna skiptikostnaðar sem fellur til við gjaldþrot. Opnað var fyrir umsóknirnar þegar ný lög tóku gildi 1. febrúar sl. Meira »

Arnarstofninn ekki stærri í 100 ár

05:30 Arnaróðul í ábúð eru nú talin 73, þar af urpu 48 pör og 31 þeirra er nú með alls 38 unga. Hefur stofninn ekki mælst eins stór í 100 ár, eða allt frá því að örninn var friðaður árið 1914. Meira »

Framkvæmdum í Pósthússtræti lýkur mánuði seinna

05:30 Framkvæmdir hafa staðið yfir í Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur frá því í byrjun apríl. Upphaflega stóð til að verkinu lyki í þessum mánuði. Meira »

Straumur og MP banki í viðræðum um samruna

05:30 MP banki og Straumur fjárfestingabanki hafa átt í óformlegum viðræðum að undanförnu um hugsanlegan samruna bankanna.  Meira »

Þorðu að velja þrjár í sama prestakallið

05:30 „Þetta eru mjög góðar fréttir, að valnefnd og biskup skuli hafa þorað að velja þrjár konur í sama prestakallið.“  Meira »

Búa sig undir barnasprengju

05:30 Búist er við 320 fæðingum á höfuðborgarsvæðinu í ágúst, sem er talsvert yfir meðaltali.  Meira »
Gullfallegur Nissan Qashchai +2
Gullfallegur Nissan Qashqai+2 sjálfsk. 2013. 7 manna lúxusbíll.Einn með nánast ...
Viftur - viftur.is
Úrval af viftum af öllum stærðum og gerðum. Eitt mesta úrval landsins af viftum ...
TILBOÐ ! - TILBOÐ ! - TILBOÐ ! - TILBOÐ !
BSX 750 KERRAN ER Á TILBOÐI HJÁ OKKUR NÚNA Á MEÐAN AÐ BIRGÐIR ENDAST, VERÐ NÚ KR...
Hundrað ára veggklukka
Til sölu yfir hundrað ára gömul veggklukka, svipuð þeirri sem er á myndinni. Í e...
 
Rafmagnsverkfr. tæknifr. iðnfr.
Önnur störf
óskar eftir að r...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Sýslu mað ur inn á Ak ur eyri Hafn ar...
Laust pláss
Önnur störf
Laust pláss Við á ...
Bormenn
Önnur störf
Bormenn Ræktunarsamband Flóa og Skeið...