Framsókn vill sækja um ESB-aðild með skilyrðum

Fjölmenni er á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem fer fram í Vodafonehöllinni í Reykjavík. stækka

Fjölmenni er á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem fer fram í Vodafonehöllinni í Reykjavík. mbl.is/Golli

Ályktun um að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Áður hafði verið hafnað tillögu um að flokksþingið leggist eindregið gegn öllum hugmyndum um að Ísland gangi í Evrópusambandið. 

„Við höfum stigið stórt skref, framsóknarmenn, með samþykkt þessarar tillögu," sagði Sigfús Karlsson, fundarstjóri þegar búið var að afgreiða ályktunina. Umræður um Evrópumálin stóðu í fjórar klukkustundir á flokksþinginu og yfir 40 manns tóku til máls.

Í ályktuninni segir að hefja eigi aðildarviðræður á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá sé fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

Tekið er fram, að viðræðuferlið eigi að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skuli íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Í upphaflegri tillögu voru skilgreindar þær leiðir, sem flokkurinn vill fara í aðildarviðræðum en á flokksþinginu var samþykkt að breyta orðinu leiðir í skilyrði. Samkvæmt því setur Framsóknararflokkurinn það skilyrði, að staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Þá veðri Ísland sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

Einnig verði fæðuöryggi þjóðarinnar tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar. Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður. Þá verði framleiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.

Þá setur flokkurinn það skilyrði, að í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru. Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

Loks er sett það skilyrði að ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB. 

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka

Innlent »

Keppnisskapið innbyggt í Íslendinga

13:15 „Annie Mist er frábær fyrirmynd,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tryggði sér sæti á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu á dögunum. Meira »

Útimarkaður á Bernhöftstorfu í sumar

13:11 Tónlist, plöntur, bretti og leikföng eru á meðal þema útimarkaðar sem haldinn verður á Bernhöftstorfunni í miðborg Reykjavíkur í sumar. Markaðurinn verður sex laugardaga í júní og júlí og nefnist Bernhöfts Bazaar. Uppákomur verða í tengslum við hvert þema þar sem gestir geta sest og notið sumarblíðunnar. Meira »

Füle svaraði bréfinu

13:06 Meðal þess sem fram kom í skriflegu svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, í lok apríl, þar sem spurt var um kröfur Evrópusambandsins um að íslensk stjórnvöld skýrðu stöðu aðildarviðræðna, að þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, Štefan Füle, hafi ekki svarað bréfi frá utanríkisráðuneytinu í september 2013. Meira »

1,3 milljarðar greiddir vegna lánsins

13:01 Telja má að um 1,3 milljarðar króna hafi verið greiddir til baka vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON veitti Exista 30. september 2008. Þetta kom fram í máli Daníels Isebarn Ágútssonar, verjanda eins af sakborningunum í SPRON-málinu svonefnda, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Allt á kafi í snjó

12:54 Júnímánuður byrjar brösulega við bæinn Vaðbrekku á Jökuldal. Bóndinn Sigga Lund birti í dag myndskeið á Facebook af „ekta íslenskri fönn“. Meira »

Viðrar ágætlega til litahlaups

12:45 Skýjað verður og átta stiga hiti í The Color Run hlaupinu sem fram fer í miðborg Reykjavíkur á laugardag. Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri hlaupsins, segir skipuleggjendur engar áhyggjur hafa af veðri. Meira »

Réttarvernd erfið í flóknu kerfi

11:49 „Þegar við lítum fram á veginn þá er mikilvægt að við höfum það í huga að fólk þarf að skilja að hverju það gengur, það þarf að skilja hvenær á því er brotið, hvenær einhver mistök hafa átt sér stað. Það þarf að vita hvernig það á að bregðast við. Það er ekki hægt á meðan kerfin eru of flókin.“ Meira »

Mikil aukning ferðamanna á árinu

12:06 Samtals fóru um 91 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í maí á þessu ári samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 24.300 fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin á milli ára nemur 36,4%. Meira »

Lögregluaðgerð í hænufetum

11:45 „Fólk var mjög rólegt og sýndi okkur skilning,“ segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um viðbrögð íbúa vegna umfangsmikillar lögregluaðgerðar við Hlíðarhjalla í Kópavogi í gær. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins sem tengist skothvellum í íbúðabyggð. Meira »

Nýir háskólagarðar vestan Öskjuhlíðar

11:44 Háskólinn í Reykjavík áformar að byggja 350 nýjar íbúðir og einstaklingsherbergi, auk leikskóla og þjónustuhúsnæðis, í nýjum Háskólagörðum vestan Öskjuhlíðar. Meira »

Þekkir þú þessa menn?

11:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja manna í tengslum við rannsókn hennar á ráni í versluninni Iceland í Arnarbakka í Breiðholti á sunnudag. Meira »

„Brot ákærðu stórfelld“

11:22 Birgir Jónasson, saksóknari í SPRON-málinu, telur að brot ákærðu, fyrrum stjórnarmanna og forstjóra SPRON, hafi verið stórfelld. Þeim hafi ekki getað dulist að tveggja milljarða króna lán, sem þau samþykktu að veita Exista, hafi verið ólögmætt og valdið sparisjóðnum verulegri fjártjónshættu. Meira »

„Það er hugur í fólki“

11:20 „Fólk er áhyggjufullt fyrir hönd skjólstæðinga sinna en hjúkrunarfræðingar vinna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. En það er hugur í fólki,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, en félagsmenn hafa nú verið í verkfalli í rúma viku. Fundað er í deilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. Meira »

Helga skipuð forstjóri Persónuverndar

11:10 Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra og sviðsstjóra lögfræðisviðs Lyfjastofnunar, hefur verið skipuð í embætti forstjóra Persónuverndar. Tekur Helga við embættinu 1. september næstkomandi. Meira »

Talin hafa látist af völdum e-töflu

10:53 17 ára stúlka lést á gjörgæslu aðfaranótt mánudags. Hún veiktist hastarlega á Akranesi, aðfaranótt sunnudagsins 31. maí eftir að hafa tekið inn e-töflu, að því er talið er. Meira »

Lífeyrisþegar njóti sömu hækkana

11:16 „Ég óska eftir því að lífeyrisþegar njóti sömu hækkana og aðrir. Ég mun beita mér fyrir því, því að það er ekki hægt að við skipum lífeyrisþegum skör neðar og tökum beinlínis ákvörðun um það hér á Alþingi að auka ójöfnuð með því að láta þá ekki njóta sömu hækkana.“ Meira »

Stofnframlag ríkisins ekki skert

11:00 „Svör við spurningum háttvirts þingmanns, eða málflutningi, hafa legið fyrir opinberlega, og þar á meðal í þingskjölum, í bráðum sex ár,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og fyrrverandi fjármálaráðherra í svari við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Meira »

Svindlarar beita þróaðari aðferð

10:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svindli sem beint er að einyrkjum og litlum fyrirtækjum. Hún segir aðferðina þróaðari en í sambærilegum svikamálum sem koma daglega inn á borð lögreglunnar. Meira »
KÍNVERSKAR SILKIHÆNUR
Óska eftir að kaupa kínverskar SILKIHÆNUR vantar svarta hænu og svartan hana. ...
KÍNVERSKAR SILKIHÆNUR
Óska eftir að kaupa kínverskar SILKIHÆNUR vantar svarta hænu og svartan hana. ...
Michelin sumardekk
Til sölu 2 gangar af Michelin sumardekkjum. Ný 215/55-16 Primacy HP og 225/50-17...
Orlofsíbúð Akureyri
30.fm.stúdíó á rólegum stað með uppbúnum rúmum(4) og handklæðum,eldhúsaðstaða og...
 
Reykjavíkurborg 2905
Tilboð - útboð
Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulags...
Birtingahúsið
Til leigu
Austurhlið Hörpu Einstakt rými til ú...
Stavanger noregi
Önnur störf
S ta va n ger N oregi Marti IAV Solba...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...