Hafnarfjörður tekur 400 milljón króna lán

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar að hún, í samræmi við fjárhagsáætlun 2009, taki lán hjá Nýja Kaupþingi banka hf. að fjárhæð 400 milljónir króna til fimm ára.

Til tryggingar láninu standa Norðurhella 2, að fjárhæð 250 milljónir króna, og Hringhella 9, að fjárhæð 150 milljónir króna.

Í fundargerð kemur fram að lánin séu tekin til að fjármagna endurgreiðslu lóða. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um verðtryggt lán að ræða sem ber 9,8% vexti.

Harkalega hefur verið tekist á um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar á fundum bæjarstjórnarinnar á síðustu vikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert