Mótmælin halda áfram

Frá mótmælum á Austurvelli.
Frá mótmælum á Austurvelli. mbl.is/Kristinn

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 15. mótmælafundinum á Austurvelli á morgun kl. 15. Að sögn skipuleggjenda verður haldið áfram að mótmæla siðleysi banka, auðmanna og stjórnvalda.

 Yfirskrift fundarins er sem fyrr: „Breiðfylking gegn ástandinu“. Kröfurnar eru þær sömu, eða „Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og kosningar svo fljótt sem unnt er,“ segir í tilkynningu.

Þá segir að samtökin Raddir fólksins leggi áherslu á friðsamleg fjöldamótmæli um land allt. Máttur fjöldans muni færa þjóðinni langþráðar stjórnarbætur og nýtt Ísland.
 
Ræðumenn dagsins eru þau Svanfríður Anna Lárusdóttir, sem er atvinnulaus, og Gylfi Magnússon dósent.
 
Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert