Aukinn útflutningur á búslóðum

Útflutningur Eimskips á búslóðum hefur aukist talsvert miðað við sama tíma í fyrra. „Útflutningurinn um þessar mundir er svipaður og hann er almennt yfir sumarmánuðina,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræði- og samskiptasviðs Eimskips.

Að sögn Heiðrúnar hefur fyrirspurnum um búslóðaflutninga fjölgað verulega að undanförnu. „Það er mikið hringt og spurt um flutninga á búslóðum til útlanda, einkum til Norðurlandanna. Fólk er greinilega að kynna sér málin. Miðað við fjölda fyrirspurna mætti ætla að einhver skriða flutninga sé að fara af stað.“

Sáralítið hefur hins vegar verið að gera í innflutningi á búslóðum, að því er Heiðrún greinir frá.

Anna Guðný Aradóttir, markaðsstjóri hjá Samskipum, segir að fyrirspurnum um flutning á búslóðum til útlanda hafi fjölgað gífurlega frá sama tíma í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert