Nemar nánast grátbeðnir um aðstoð

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Ómar

Aðsókn í lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema í Háskóla Íslands, hefur aukist gríðarlega á umliðnum mánuðum, eða frá því í byrjun október. Spurningar um fjármál heimilanna, fjárnám, gjaldþrot og gjaldþrotaskipti eru mjög algengar en það er breyting frá því sem áður var. Aðsóknin er raunar svo mikil að hringt er í stjórnarmenn félagsins utan símatímans – á öllum tímum sólarhringsins – og þeir nánast grátbeðnir um aðstoð.

Guðrún Edda Guðmundsdóttir, annar framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðarinnar, segir mjög misjafnt hversu mörgum fyrirspurnum sé svarað í hverjum símatíma, enda fari það mikið eftir eðli spurninganna. Opið er fyrir símann frá kl. 19.30 til 22 og á þeim tíma getur verið tekið á móti 8-10 símtölum eða 25-30. Síminn stoppar alla vega ekki. „Við verðum yfirleitt mjög hissa ef síminn hringir ekki um leið og við leggjum tólið á. Þá athugum við hvort ekki sé örugglega lagt á,“ segir Guðrún Edda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert