Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli

Sigurður Kári Kristjánsson.
Sigurður Kári Kristjánsson. mbl.is/Valdís

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag, að sér þætti sjálfsagt, að fresta umræðu um frumvarp um að afnema einkasölu ÁTVR á léttu áfengi og bjór.

Frumvarpið er á dagskrá þingfundar í dag. Þingmen VG gagnrýndu harðlega í upphafi þingfundar að ræða ætti um þetta mál og frumvarp um tóbaksvarnir þegar nær væri að ræða um mál sem tengdust þeirri stöðu sem íslenska þjóðin væri í.

Sigurður Kári, sem er fyrsti flutningsmaður áfengislagafrumvarpsins, sagðist fallast á að það væri ekki brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna nú. Sér þætti sjálfsagt að fresta umræðu um þetta þingmál ef það verði til að greiða fyrir þingstörfum og koma í veg fyrir úlfúð á þinginu.

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, sagði að fresta ætti þingfundi í dag. Ástandið væri með þeim hætti, bæði utan hússins og inni í því, að þar væri enginn vinnufriður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert