Ungir jafnaðarmenn vilja vinstristjórn

Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin boði til alþingiskosninga í vor en ella eigi Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu. Segir ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, að flokkurinn eigi að gera aðildarumsókn að Evrópusambandinu að forgangsmáli og mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum að loknum kosningum.

„Samfylkingin á að gera aðildarumsókn að Evrópusambandinu að forgangsmáli sem ekki verður vikið frá. Enginn lýðræðislegur flokkur getur verið á móti því að gefa þjóðinni kost á að kjósa um aðildarsamning.
 
Annað forgangsmál er að nái Samfylkingin og Vinstri græn, meirihluta í komandi kosningum, myndi þessir tveir flokkar ríkisstjórn undir kjörorðinu Jafna Ísland. Með því að stuðla að kosningum og ganga bundin til þeirra heldur Samfylkingin trausti kjósenda sinna sem flokkur jafnaðar og lýðræðis," segir í ályktun Ungra jafnaðarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert