Áhugi erlendra fjárfesta að glæðast

Þór Sigfússon
Þór Sigfússon Sverrir Vilhelmsson

Erlendir fjárfestar eru aftur farnir að sýna Íslandi áhuga, en til þess að sá áhugi skili sér þarf að afnema gjaldeyrishöftin. Þetta kom fram í máli Þórs Sigfússonar, formanns Samtaka atvinnulífsins á blaðamannafundi í morgun, þar sem tillögur samtakanna að nýrri atvinnustefnu næstu missera voru kynntar.

„Við vissum af því í upphafi kreppu að komnir væru einhverjir hákarlar til Íslands og mönnum leist þá ekkert á það að þeir ætluðu að fara á einhverja brunaútsölu á Íslandi. En nú finn ég fyrir því aftur að það er að verða áhugi hjá erlendum fjárfestum að koma til Íslands. Auðvitað eru þeir að koma á útsölu en það er alveg ljóst að þetta getur haft verulega jákvæða þýðingu fyrir okkur líka,“ segir Þór. Ekki sé hvað síst mikilvægt að þeir sem hingað leiti eigi sér sögu sem er vel þekkt.

Aðkoma erlendra fjárfesta verði mikilvægur þáttur í þeirri uppbyggingu sem eiga mun sér stað í landinu á næstunni og hann viti um nokkur dæmi þess að erlendir aðilar hafi boðið í íslensk fyrirtæki á samkeppnisgrundvelli. „Við vitum af aðilum bæði austanhafs og vestan sem hafa áhuga á því að vera á leiðinni til Íslands.“

Mun betra sé að taka á móti slíkum fjárfestum nú, en þegar mestu björgunaraðgerðirnar stóðu yfir. Komi slíkir fjárfestar inn af krafti þá gæti krónan styrkst á næstu misserum. „Og með styrkingu krónunnar erum við að styrkja okkar sjóði líka og græða á þessu öllu saman."

Til þess að af þessu geti orðið verði hins vegar að vera til staðar frelsi í gjaldeyrisviðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert