Erlend fyrirtæki sýna áhuga á virkjunum

Össur Skarphéðinsson í ræðustóli Alþingis í dag.
Össur Skarphéðinsson í ræðustóli Alþingis í dag. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann teldi að þeir fjölmörgu, sem mótmælt hefðu við Alþingishúsið og víðar, hefðu sýnt mikla stillingu. Fram kom hjá Össuri að þrjú erlend fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að fjármagna virkjanir hér á landi.

Össur sagði, að það þyrftu að koma skilaboð frá löggjafarsamkundunni um von og bjartsýni. Því væri ekki að neita, að íslenska þjóðin og löggjafarsamkoman væru í bölvaðri klípu.  M.a. hefði allur þingheimur greitt atkvæði með þeirri löggjöf, sem leiddi til þess skuldbindinga þjóðarinnar vegna Icesave-reikinganna.

En menn yrðu samt að leyfa sér að eiga von um að menn geti unnið sig út úr þessum vandræðum. Þótt Íslendingar væru staddir í tvöfaldri kreppu, gjaldeyriskreppu og bankakreppu, hefði engin önnur þjóð jafn mikla möguleika á ná sér á strik. Íslendingar byggju að auðugum orkulindum  og aldrei hefðu gefist betri sóknarfæri en nú til að búa til gjaldeyri gegnum ferðaþjónustuna.

„Við eigum ekki að láta það henda okkur að víl og bölmóður í þessum sal verði að sérstöku efnahagsvandamáli," sagði Össur.

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert