Íhuga skaðabótamál vegna efnistöku

Guðni Indriðason bóndi í Laufbrekku á Kjalarnesi.
Guðni Indriðason bóndi í Laufbrekku á Kjalarnesi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landeigendur við Hvalfjörð íhuga nú að höfða skaðabótamál vegna efnistöku Björgunar ehf. af hafsbotni í firðinum. Guðni Indriðason, bóndi í Laufbrekku á Kjalarnesi, segir jarðir þeirra liggja undir skemmdum vegna strandrofs og skaðinn sé þegar orðinn varanlegur.

„Einhver kallaði þetta ríkistryggða eignaupptöku og velta má fyrir sér hverjum beri að stefna, Björgun eða íslenska ríkinu sem veitir fyrirtækinu leyfið. Við stöndum frammi fyrir því að reisa sjóvarnargarða víðsvegar um Hvalfjörðinn og hver á að borga þær framkvæmdir? Við bændurnir? Kostnaður mun hlaupa á tugum milljóna króna,“ segir Guðni.

Efnistakan hefur staðið allar götur frá árinu 1963 og Guðni er sannfærður um að strandrof sem orðið hefur víða á svæðinu sé bein afleiðing hennar. Mjög hafi hallað undan fæti undanfarin sex til sjö ár.

Guðni segir íbúa á svæðinu hafa hert róðurinn eftir að strandrofið jókst og farið var fram á mat á umhverfisáhrifum. „Það gaf okkur von um að sannleikurinn yrði loksins leiddur í ljós.“

Ekki vinnslunni að kenna

Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar, segir ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum leitað álits sérfræðinga, Siglingastofnunar, og treystum niðurstöðum þeirra. Það er ekkert sem bendir til þess að vinnsla okkar á svæðinu hafi valdið landbroti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert